Einingar: 3
Hæfniþrep: 1
Viðfangsefni: Saga rokk- og dægurlagatónlistar frá 1970 til ársins 2010
Lýsing: Fjallað er um mismunandi stíltegundir rokk-, dægur- og danstónlistar tímabilsins. Gerð er grein fyrir því hvernig danstónlist eflist og rokktónlist þyngist í kjölfar tilkomu fjölrása upptökutækni, sem leiðir síðan til þess að einföld rokktónlist og rapp spretta fram sem mótvægi við tæknina. Fjallað er um það hvernig áhrif frá afrískri, indverskri, arabískri, balkanskri og hverskonar heimstónlist setja mark á rokk- og dægurtónlist seinni hluta 20. aldar. Grein er gerð fyrir því hvernig tækninýjungar leiða til þess að rafræn dreifing tónlistar breytir tónlistarneyslu. Megin áherslan er lögð á helstu flytjendur, höfunda og áhrifavalda sem hafa mótað stefnuna og sett mark á þróun dægurtónlistar á seinni hluta tuttugustu aldar.
Forkröfur: Rokksaga 1.1.
Þekkingarviðmið: Nemandi skal:
Þekkja helstu tónlistarstefnur tímabilsins.
Öðlast þekkingu á mismunandi stílbrigðum rokk- og dægurtónlistar.
Kunna skil á helstu hugtökum og geta gert grein fyrir tækniþróun tímabilsins.
Hæfniviðmið: Nemandi skal:
Þekkja helstu áhrifavalda og hljómlistarfólk tímabilsins.
Þekkja helstu lög og tónverk tímabilsins.
Geta skrifað ritgerð um tónlistarstefnu og merka hljómplötu.
Geta lagt mat á mikilvægi einstakra tónlistarmanna og verka þeirra.
Námsmat:
Námsmat fer fram með ritgerð og prófi þar sem spurt er út úr námsefni annarinnar og skilningur nemanda kannaður.
- Kennari: Jónatan Garðarsson