Valkostir við innritun

Einingar: 3

Hæfniþrep: 1


Viðfangsefni: Saga rokk- og dægurlagatónlistar, tækja- og tækniþróunar og þróun helstu útbreiðslumiðla. 

Lýsing: Hugtakið dægurtónlist (popular music) er skilgreint og gerð grein fyrir því hvernig fjölprentaðar nótur, útgáfa hljómplatna, tilkoma talmynda og starfræksla útvarpsstöðva áttu þátt í að efla útbreiðslu dægurtónlistar í upphafi 20. aldar. Gerð er grein fyrir því hvernig rokk- og dægurtónlist verður smám saman til þegar alþýðu-, blús-, trúar- og sálartónlist blandast saman við hrynræna djass-, þjóðlaga-, sveita-, söngleikja- og danstónlist. Farið er yfir tímabilið frá 1877 til 1970. Upphafsárið miðast við hljóðritann sem Edison fann upp en sú tækni lagði grunn að fjöldaframleiðslu hljómplatna og síðan er tækni- og tónlistarþróunin rakin til þess tíma er hljómsveitin The Beatles er lögð niður. 

Forkröfur: Engar

Þekkingarviðmið: Nemandi skal:

Þekkja helstu tónlistarstefnur tímabilsins.

Öðlast þekkingu á mismunandi stílbrigðum rokk- og dægurtónlistar.

Kunna skil á helstu hugtökum og geta gert grein fyrir tækniþróun tímabilsins.


Hæfniviðmið: Nemandi skal:


Þekkja helstu áhrifavalda og þátttakendur í þróun í rokk- og dægurtónlist á fyrri hluta 20. aldar.

Þekkja helstu lög og tónverk tímabilsins.  

Geta skrifað ritgerð um tónlistarstefnu eða tónlistarfólk tímabilsins.

Geta lagt mat á mikilvægi einstakra tónlistarmanna og verka þeirra.

Námsmat: 

Námsmat fer fram með ritgerð og prófi þar sem spurt er út úr námsefni annarinnar og skilningur nemanda kannaður. 

Gestir hafa ekki aðgang að þessum áfanga, vinsamlegast reyndu að skrá þig inn.