Einingar: 3
Hæfniþrep: 2
Viðfangsefni: Tónbil, dúrtónstigar, taktsláttur, einfaldar laglínur í dúr, einfaldur hrynur, nótnalestur, nótnaritun.
Lýsing:
Nemendur syngja lög og tónbilaæfingar, fara með hryn og æfa lestur í g- og f-lykli. Þá rita þeir niður eftir eyra einfaldar laglínur og einföld hryndæmi af svipuðum toga og lært efni. Allt efni er kynnt og undirbúið í kennslutímum en nemendur þurfa að æfa sig reglulega heima og gildir það um allt námsefnið. Kennslubækur eru: Folk Song Sight Singing Series, hefti 1-2; P. Hindemith: Elementary Training og G. Dandelot: Manuel Pratique.
Forkröfur:
Miðpróf í tónfræði
Þekkingarviðmið:
-
Syngja 2undir, 3undir og 4undir upp og niður frá gefnum tóni og geta greint sömu tónbil þegar þau eru slegin á píanó.
-
Stjórna tví-, þrí- og fjórskiptum takti samtímis því að syngja eða fara með hryn.
-
Syngja upp og niður alla dúrtónstigana á nótnanöfnum, frumhljómur gefinn.
-
Stökkva raddlega viðstöðulítið á milli allra tóna dúrtónstigans, frumhljómur gefinn.
-
Syngja einföld lög í dúr sbr. hefti 1 og 2 í Sight Singing Series.
-
Fara með einfaldan 2ja radda hryn sbr. kafla III í Elementary Training.
-
Skrifa niður eftir heyrn einföld lög annars vegar og hins vegar einfaldan hryn.
Leikniviðmið:
-
Hafa ofantalin þekkingaratriði þrautalaust á valdi sínu í músíkölsku samhengi.
-
Geta farið hnökralítið með þær æfingar sem settar eru fyrir.
-
Geta skráð vandkvæðalítið eftir heyrn þau dæmi sem leikin eru.
Hæfniviðmið:
-
Geta skráð vandkvæðalítið eftir heyrn þau dæmi sem leikin eru.
-
Geta yfirfært hryn og tóna yfir á rittákn.
-
Geta heyrt ritaða tónlist og ritað heyrða.
Námsmat: Símat, munnleg og skrifleg próf í kennslustundum alla önnina og/eða próf í lok annar.
- Kennari: Þórður Magnússon